Innlent

Lést í flugi

Indverskur karlmaður lést um borð í farþegavél, sem var á leið frá Moskvu til Toronto í Kanada í gærkvöldi og lenti vélin á Keflavíkurflugvelli þegar ljóst var að maðurinn hafði fengið hjartaáfall.

Læknir fór strax um borð í vélina og var maðurinn þá látinn. Lík hans var flutt úr vélinni, en eiginkona mannsins og tvö börn héldu för sinni áfram með vélinni til Kanada, eftir að eldsneyti hafði verið bætt á vélina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×