Enski boltinn

Hermann fyrirliði gegn Armenum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, verður fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsen.
Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, verður fyrirliði íslenska landsliðsins í kvöld í fjarveru Eiðs Smára Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Armeníu á æfingamótinu í Möltu í dag.

Sex leikmenn halda stöðu sínu í byrjunarliðinu frá tapleiknum gegn Möltu á mánudaginn en þrír leikmenn eru ný í byrjunarliðinu í fyrsta sinn á mótinu. Hermann Hreiðarsson bættist í leikmannahópinn fyrr í vikunni og verður fyrirliði í dag.

Þrír leikmenn hafa verið í byrjunarliðinu alla þrjá leikina á Möltu. Það eru Birkir Már Sævarsson, Bjarni Guðjónsson og Atli Sveinn Þórarinsson.

Ólafur tók þrjá markverði með sér á mótið og fá þeir allir tækifæri í byrjunarliðinu. Í kvöld mun Kjartan Sturluson standa vaktina.

Aðrir leikmenn:

Hægri bakvörður: Birkir Már Sævarsson

Miðverðir: Atli Sveinn Þórarinsson og Ragnar Sigurðsson.

Vinstri bakvörður: Hermann Hreiðarsson, fyrirliði.

Hægri kantmaður: Eyjólfur Héðinsson.

Miðvallarleikmenn: Bjarni Guðjónsson, Stefán Gíslason og Jónas Guðni Sævarsson.

Vinstri kantmaður: Tryggvi Guðmundsson.

Framherji: Gunnar Heiðar Þorvaldsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×