Fótbolti

Ferdinand gat æft í morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand æfði í morgun með enska landsliðinu og fór með liðinu til Zagreb í Króatíu þar sem liðin mætast á miðvikudagskvöldið.

Ferdinand missti af leik Andorra og Englands á laugardaginn þar sem hann átti við meiðsli í hálsi og baki að stríða.

Þá sagði Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, að hann væri óviss hvort að Joe Cole fengi sæti í byrjunarliðinu. Hann skoraði bæði mörk Englands gegn Andorra eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Hann skoraði einnig jöfnunarmarkið í æfingaleiknum gegn Tékkum í síðasta mánuði, einnig sem varamaður.

„Þetta verður allt önnur tegund af knattspyrnuleik," sagði Capello.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×