Erlent

Björguðu stúlku sem legið hafði í brunni í rúman sólarhring

MYND/AP

Björgunarmönnum á Indlandi tókst í gær að ná lítilli stúlku upp úr þröngum brunni eftir að hún hafði verið þar 27 klukkustundir.

Stúlkan féll í brunninn í heimaþorpi sínu, sem er nálægt ástarhofinu Taj Mahal, suður af Nýju-Delí. Þorpsbúar fjölmenntu við brunninn og töluðu við stúlkuna á meðan hermenn grófu sig niður að henni á 14 metra dýpi. Stúlkan hélt gleði sinni þrátt fyrir aðstæðurnar. Þótt ótrúlegt megi virðast var hún ekki slösuð en fékk þó langþráða hvíld á sjúkrahúsi í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×