Erlent

Efnahagsmál skipta Bandaríkjamenn mestu máli

Kosið er i Bandaríkjunum í dag.
Kosið er i Bandaríkjunum í dag. MYND/AFP

Sex af hverjum 10 kjósendum í Bandaríkjunum segja að efnahagsmál séu mikilvægasta málefnið sem þjóðin standi andspænis. Önnur málefni sem fólk mátti velja um, orkumál, Írak, hryðjuverkamál og heilbrigðismál, nutu ekki stuðnings fleiri en 10 prósenta kjósenda.

Kjósendur eru svartsýnir varðandi efnahagsmálin. Um helmingur þeirra sagði að staðan væri slæm og nærri því allir aðrir sögðu að staðan væri ekki góð.

Að minnsta kosti fjórir af hverjum 10 sögðu að efnahagur fjölskyldu þeirra hefði versnað á síðastliðnum fjórum árum. Þriðjungur sagði að staðan væri svipuð en um fjórðungur sagði að staðan væri betri.

Þá sagðist helmingur kjósenda óttast að efnahagsástandið í landinu hefði slæm áhrif á afkomu fjölskyldu sinnar næsta árið og þriðjungur sagðist vera svolítið hræddur um það. Um helmingur sagðist telja að efnahagsástandið myndi batna á næsta ári.

Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr útgönguspám sem Associated Press fréttastofan birti í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×