Erlent

Hækkandi matvælaverð veldur neyð í Bangladesh

Hækkandi matvælaverð í heiminum kemur verst niður á þeim sem síst mega sín það er í vanþróðu löndunum. Neyðin er hvað mest í löndum á borð við Bangladesh

Það er auðvelt að sjá hve alvarleg matvælakreppan er orðin í Bangladesh. Biðraðir fólks eftir því að fá að kaupa hrísgrjón sem niðurgreidd eru af stjórnvöld fara vaxandi með hverjum degi.

Sökum hins mikla fjölda í biðröðunum eru nú vopnum búnir hermenn við sölustaðina sem deila út hrísgrjónunum og sjá um að ekki komi til uppþota.

Og fólkið sem stendur í biðröðunum nú eru ekki bara þeir verst settu í landinu heldur einnig opinberir starfsmenn, öryggisverðir og kennarar svo dæmi séu tekin.

Almennt verð á hrísgrjónum í landinu hefur tvöfaldast frá síðasta ári á meðan laun hafa staðið í stað þannig að megnið af almenningi landsins á orðið erfitt með að brauðfæða sig. Reiknað er með að til uppþota og óeirða komi ef ástandið batnar ekki á næstunni.

Stjórnvöld í Bangladesh halda því fram að spákaupmennsla á heimsmarkaðinum með matvæli eigi sinn þátt í háu verði þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×