Enski boltinn

Sex tilnefndir sem leikmaður ársins

Leikmannasamtökin í ensku úrvalsdeildinni hafa tilnefnt sex leikmenn í kjörinu á leikmanni ársins. Þrír af þeim sem tilnefndir hafa verið eru líka tilnefndir í flokknum besti ungliðinn.

Christiano Ronaldo vann þessi verðlaun á síðustu leiktíð og hann er á ný tilnefndur bæði í flokknum leikmaður ársins og ungliði ársins. Sömu sögu er að segja af þeim Emmanuel Adebayor og Cesc Fabregas hjá Arsenal.

Steven Gerrard og Fernando Torres eru tilnefndir í flokknum leikmaður ársins og þá hefur markvörðurinn David James einnig verið útnefndur.

Villa-mennirnir Gabriel Agbonlahor og Ashley Young eru tilnefndir í flokknum ungliði ársins - auk varnarmannsins Micah Richards frá Manchester City.

Valið verður kunngjört á glæsilegri verðlaunahátið þann 27. apríl.

Þú getur gefið þínum leikmanni atkvæði í könnun á síðu leikmannasamtakanna, en hún hefur ekki vægi í valinu sjálfu. Smelltu hér til að taka þátt í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×