Enski boltinn

Sir Alex og Ronaldo bestir í mars

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ronaldo virðist óstöðvandi um þessar mundir og hefur skorað 37 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.
Ronaldo virðist óstöðvandi um þessar mundir og hefur skorað 37 mörk í öllum keppnum á tímabilinu.

Sir Alex Ferguson er knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Cristiano Ronaldo leikmaður mánaðarsins. Manchester United vann Fulham, Derby, Bolton, Liverpool og Aston Villa í mars og er liðið á toppi deildarinnar.

Ronaldo hefur skorað 27 mörk í deildinni á þessu tímabili og er þetta í fjórða sinn sem hann fær verðlaun sem leikmaður mánaðarins. Sir Alex Ferguson hefur alls 21 sinni verið knattspyrnustjóri mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, fyrst í ágúst 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×