Fótbolti

Ferdinand klár í slaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United.
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand hefur fengið grænt ljós á að spila með enska landsliðinu gegn Króatíu í undankeppni HM 2010 á morgun.

Ferdinand missti af leik Englands gegn Andorra um helgina vegna meiðsla í baki og hálsi. Hann gat þó æft með liðinu í gær og Fabio Capello landsliðsþjálfari staðfesti að hann gæti spilað með á morgun.

„Rio er heill heilsu. Það er gott að geta fengið hann inn því hann er leiðtogi og mikilvægur leikmaður."

Líklegt er að Ferdinand taki stöðu Joleon Lescott í vörn enska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×