Óvissa um umsamið lán OR vegna kreppu 28. nóvember 2008 06:00 Orkuveitan á samkvæmt samningum að fá rúmlega 6 milljarða króna í lokagreiðslu láns vegna framkvæmda við virkjunina. Þrátt fyrir að verkið hafi verið tekið út vilja lánadrottnar ekki afhenda féð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. fréttablaðið/vilhelmf Þróunarbanki Evrópu neitar að greiða lokagreiðslu umsamins láns til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrátt fyrir að framkvæmdum sé lokið og úttekt hafi verið gerð á þeim. Lánið, sem tekið var vegna Hellisheiðarvirkjunar, greiðist eftir framvindu verksins. Vegna slæms efnahagsástands hér á landi vill bankinn ekki afhenda féð, rúmlega 6 milljarða króna. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir dráttinn á afhendingu fjárins koma sér mjög illa. „Af okkar hálfu hafa engar vanefndir orðið en þeir vilja ekki lána peninga hingað vegna ástandsins.“ Í haust samdi OR um 25 milljarða króna framkvæmdalán við Fjárfestingabanka Evrópu. Það lán fæst heldur ekki afgreitt af sömu ástæðum og hitt. Lánið var fyrst og fremst hugsað í framkvæmdir við Hverahlíðavirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Þeim framkvæmdum verður frestað. Þá verða engar nýjar framkvæmdir á næsta ári og dregið verður úr öðrum framkvæmdum. Er þar sérstaklega að nefna stórt og mikið fráveituverkefni á Vesturlandi, en því verður seinkað og klárað 2010 í stað 2009. Hjörleifur segir að allt verði gert til að halda vinnu fyrir starfsfólk fyrirtækisins og engar uppsagnir séu fyrirhugaðar núna. Hluti af verkum sem áður voru boðin út, svo sem við viðhald og endurnýjun, verði nú unnin innan fyrirtækisins. Eigið fé Orkuveitunnar rýrnar hratt. Það var 46 prósent um síðustu áramót en 21 prósent í 9 mánaða uppgjöri. „Fjárhagsleg staða okkar er engu að síður sterk,“ segir Hjörleifur. „Þó eigið fé yrði neikvætt höfum við nóg haldbært fé til að standa við skuldbindingar okkar. Ástandið þyrfti að vera mjög slæmt mjög lengi til að annað væri uppi á teningnum.“ Engin ákvæði eru í lánasamningum OR um að lánin gjaldfalli ef eigið fé verður neikvætt, líkt og tíðkast víða. Ekki er fyrirhuguð gjaldskrárhækkun hjá Orkuveitunni. Um 50 prósent rafmagns sem OR dreifir kemur frá Landsvirkjun. „Ef Landsvirkjun hækkar, eða Landsnet hækkar flutningskostnað, kemur sú hækkun þess vegna að einhverju leyti inn hjá okkur. En við munum ekki hækka okkar rafmagn, né heita vatnið miðað við áætlanir. Ef allt fer á versta veg gæti það eðlilega breyst.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þróunarbanki Evrópu neitar að greiða lokagreiðslu umsamins láns til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrátt fyrir að framkvæmdum sé lokið og úttekt hafi verið gerð á þeim. Lánið, sem tekið var vegna Hellisheiðarvirkjunar, greiðist eftir framvindu verksins. Vegna slæms efnahagsástands hér á landi vill bankinn ekki afhenda féð, rúmlega 6 milljarða króna. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir dráttinn á afhendingu fjárins koma sér mjög illa. „Af okkar hálfu hafa engar vanefndir orðið en þeir vilja ekki lána peninga hingað vegna ástandsins.“ Í haust samdi OR um 25 milljarða króna framkvæmdalán við Fjárfestingabanka Evrópu. Það lán fæst heldur ekki afgreitt af sömu ástæðum og hitt. Lánið var fyrst og fremst hugsað í framkvæmdir við Hverahlíðavirkjun og stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Þeim framkvæmdum verður frestað. Þá verða engar nýjar framkvæmdir á næsta ári og dregið verður úr öðrum framkvæmdum. Er þar sérstaklega að nefna stórt og mikið fráveituverkefni á Vesturlandi, en því verður seinkað og klárað 2010 í stað 2009. Hjörleifur segir að allt verði gert til að halda vinnu fyrir starfsfólk fyrirtækisins og engar uppsagnir séu fyrirhugaðar núna. Hluti af verkum sem áður voru boðin út, svo sem við viðhald og endurnýjun, verði nú unnin innan fyrirtækisins. Eigið fé Orkuveitunnar rýrnar hratt. Það var 46 prósent um síðustu áramót en 21 prósent í 9 mánaða uppgjöri. „Fjárhagsleg staða okkar er engu að síður sterk,“ segir Hjörleifur. „Þó eigið fé yrði neikvætt höfum við nóg haldbært fé til að standa við skuldbindingar okkar. Ástandið þyrfti að vera mjög slæmt mjög lengi til að annað væri uppi á teningnum.“ Engin ákvæði eru í lánasamningum OR um að lánin gjaldfalli ef eigið fé verður neikvætt, líkt og tíðkast víða. Ekki er fyrirhuguð gjaldskrárhækkun hjá Orkuveitunni. Um 50 prósent rafmagns sem OR dreifir kemur frá Landsvirkjun. „Ef Landsvirkjun hækkar, eða Landsnet hækkar flutningskostnað, kemur sú hækkun þess vegna að einhverju leyti inn hjá okkur. En við munum ekki hækka okkar rafmagn, né heita vatnið miðað við áætlanir. Ef allt fer á versta veg gæti það eðlilega breyst.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira