SUS: Pólitískt uppgjör óumflýjanlegt 28. nóvember 2008 15:51 Þórlindur Kjartansson formaður SUS. Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandi ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins. Þar segir ennfremur að brýnasta verkefnið nú sé að vinna hratt en örugglega að framtíðarlausn á skipan peningamála í landinu. „Ljóst er að sú umgjörð um peningamálastefnuna sem stjórnvöld lögfestu árið 2001 virkaði ekki og hafði jafnvel þveröfug áhrif við það sem lagt var upp með. Ýmsar hugmyndir að nýrri skipan hafa komið fram að undanförnu sem stjórnvöld verða að gefa gaum. Samband ungra sjálfstæðismanna treystir því að ríkisstjórnin undir forystu Geirs H Haarde kanni til hlítar kosti og galla þess að taka upp aðra gjaldmiðla, einhliða eða í myntsamstarfi við aðrar þjóðir. Slík aðgerð yrði þó engin allsherjar töfralausn á aðsteðjandi vanda heldur aðeins eitt skref af mörgum á langri vegferð. Evrópusambandsaðild er heldur engin slík töfralausn. Þannig er rétt að árétta að það er til lítils að skipta um gjaldmiðil eða gera róttækar breytingar á peningamálastefnunni ef slíkar breytingar setja takmarkanir á verðmætasköpun í landinu," segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að brýnt sé að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, gæti verulegs aðhalds í fjármálum sínum. „Í því samhengi er þess krafist að stjórnvöld upplýsi hvernig ráðstafa eigi stórum erlendum lánum til ríkissjóðs. Lánataka í dag er skattur á komandi kynslóðir og haldgóðar skýringar þurfa að vera fyrir því að ungu fólki skuli gert að greiða í framtíðinni fyrir mistök ráðandi kynslóðar. Ungir sjálfstæðismenn gjalda mikinn varhug við því að erlendum lánum verði eytt í að tjasla saman tímabundið ónýttri peningamálastefnu. Það er algert lykilatriði að fá rétta verðmyndun á krónuna og því marki verður best náð með tafarlausri fleytingu krónunnar án inngripa Seðlabanka til að styðja við gengið." Að lokum segir að til lengri tíma litið sé full ástæða til bjartsýni. Innviðir samfélagsins séu sterkir. „Fjölmörg tækifæri eru til að efla framleiðslu, nýsköpun og arbær viðskipti í landinu og skapa ný störf í stað þeirra sem glatast hafa. Því minni afskipti sem stjórnvöld hafa af atvinnulífinu - því fyrr mun atvinnulífið ná vopnum sínum á nýjan leik. Öllu máli skiptir að stjórnvöld haldi að sér höndum og hefti ekki framgang frjálsra viðskipta og tilraunir einstaklinga til að leita á ný mið aukinnar verðmætasköpunar. Ríkisafskipti og höft munu eingöngu gera vont ástand verra." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Samband ungra sjálfstæðismanna dregur ekki dul yfir að miklir erfiðleikar eru framundan. Langan tíma mun taka að vinna aftur til baka það sem tapast hefur og það verður ekki gert þrautalaust. Fara þarf rækilega yfir það sem aflaga fór svo lærdóm megi draga af þessum efnahagslegu hörmungum. Pólitískt uppgjör er jafnframt óumflýjanlegt. Mörg mistök voru gerð. Stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm, fyrirtæki þurfa að endurskoða rekstur sinn og almenningur þarf að aðlagast hratt nýjum raunveruleika. Þetta kemur fram í ályktun frá sambandi ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins. Þar segir ennfremur að brýnasta verkefnið nú sé að vinna hratt en örugglega að framtíðarlausn á skipan peningamála í landinu. „Ljóst er að sú umgjörð um peningamálastefnuna sem stjórnvöld lögfestu árið 2001 virkaði ekki og hafði jafnvel þveröfug áhrif við það sem lagt var upp með. Ýmsar hugmyndir að nýrri skipan hafa komið fram að undanförnu sem stjórnvöld verða að gefa gaum. Samband ungra sjálfstæðismanna treystir því að ríkisstjórnin undir forystu Geirs H Haarde kanni til hlítar kosti og galla þess að taka upp aðra gjaldmiðla, einhliða eða í myntsamstarfi við aðrar þjóðir. Slík aðgerð yrði þó engin allsherjar töfralausn á aðsteðjandi vanda heldur aðeins eitt skref af mörgum á langri vegferð. Evrópusambandsaðild er heldur engin slík töfralausn. Þannig er rétt að árétta að það er til lítils að skipta um gjaldmiðil eða gera róttækar breytingar á peningamálastefnunni ef slíkar breytingar setja takmarkanir á verðmætasköpun í landinu," segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að brýnt sé að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, gæti verulegs aðhalds í fjármálum sínum. „Í því samhengi er þess krafist að stjórnvöld upplýsi hvernig ráðstafa eigi stórum erlendum lánum til ríkissjóðs. Lánataka í dag er skattur á komandi kynslóðir og haldgóðar skýringar þurfa að vera fyrir því að ungu fólki skuli gert að greiða í framtíðinni fyrir mistök ráðandi kynslóðar. Ungir sjálfstæðismenn gjalda mikinn varhug við því að erlendum lánum verði eytt í að tjasla saman tímabundið ónýttri peningamálastefnu. Það er algert lykilatriði að fá rétta verðmyndun á krónuna og því marki verður best náð með tafarlausri fleytingu krónunnar án inngripa Seðlabanka til að styðja við gengið." Að lokum segir að til lengri tíma litið sé full ástæða til bjartsýni. Innviðir samfélagsins séu sterkir. „Fjölmörg tækifæri eru til að efla framleiðslu, nýsköpun og arbær viðskipti í landinu og skapa ný störf í stað þeirra sem glatast hafa. Því minni afskipti sem stjórnvöld hafa af atvinnulífinu - því fyrr mun atvinnulífið ná vopnum sínum á nýjan leik. Öllu máli skiptir að stjórnvöld haldi að sér höndum og hefti ekki framgang frjálsra viðskipta og tilraunir einstaklinga til að leita á ný mið aukinnar verðmætasköpunar. Ríkisafskipti og höft munu eingöngu gera vont ástand verra."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira