Enski boltinn

Kewell á förum frá Liverpool

Kewell spilaði síðasta leik sinn með Liverpool í tapinu ggegn Barnsley í bikarnum í febrúar
Kewell spilaði síðasta leik sinn með Liverpool í tapinu ggegn Barnsley í bikarnum í febrúar NordcPhotos/GettyImages

Ástralinn Harry Kewell er á förum frá Liverpool í sumar. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Rafa Benitez í samtali við Sky í dag. Samningur miðjumannsins rennur út í sumar en hann hefur verið í herbúðum Liverpool í fimm ár.

"Við höfum reynt að ná samningum við Kewell og umboðsmann hans, en það gekk ekki eftir," sagði Benitez.

Því hefur verið haldið fram að Kewell hafi verið boðinn samningur á lægri kjörum en áður og því hafi hinn 29 ára gamli leikmaður ákveðið að afþakka tilboðið.

Þá útilokar Benitez ekki að selja Norðmanninn John Arne Riise ef gott tilboð berst í hann, en segist gjarnan vilja halda í hann því hann sé fyrirmyndar atvinnumaður. Riise á eitt ár eftir af samningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×