Enski boltinn

Lippi: Erfitt að sjá Ronaldo bæta sig meira

Marcello Lippi, fyrrum þjálfari heimsmeistara Ítala í knattspyrnu, segist eiga erfitt með að sjá að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United geti bætt sig mikið meira sem knattspyrnumaður.

"Það er erfitt að sjá hann bæta sig mikið meira vegna þess hve góður hann er orðinn í dag. Menn mega ekki gleyma því að hann gerir allt á ógnarhraða og það er eðlilegt að menn geri nokkur mistök þegar hraði er svo stór partur af leik þeirra. Kannski dregur hann út mistökum sínum ef hann hægir aðeins á leik sínum, en þó er ekki víst að hann þurfi að gera það."

"Ég held að það sé hluti af eiginleikum frábærra leikmanna að gera hlutina á miklum hraða," sagði Lippi og bætti við að hann teldi að Manchester United ætti eftir að vinna bæði deild og Evrópukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×