Man City sekkur dýpra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2008 15:25 Roman Bednar var hetja West Brom í dag. Nordic Photos / Getty Images Manchester City tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þetta sinn á útivelli fyrir botnliði West Bromwich Albion, 2-1. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Luke Moore kom West Brom yfir en Felipe Caceido jafnaði metin fyrir City þegar að skammt var til leiksloka. En það var hins vegar Roman Bednar sem náði að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma leiksins. Framherjinn Bednar var í byrjunarliði West Brom á nýjan leik í staðinn fyrir Chris Brunt. Þá kom Do-Heon Kim inn fyrir Borja Valero á miðjunni. Robinho var ekki í liði Manchester City vegna meiðsla eins og búist var við en Benjani var í byrjunarliðinu eftir að hann náði að hrista af sér sín meiðsli. Richard Dunne var einnig í byrjunarliðinu en hann missti af Evrópuleiknum í vikunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik. Það besta fékk Bednar sem skaut í stöng en af henni fór boltinn af Joe Hart markverði og framhjá. Síðari hálfleikur var ekki mikið skárri og snemma í honum meiddist Benjani með þeim afleiðingum að honum var skipt út af. Inn á í staðinn kom Felipe Caicedo sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Racing Santander í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. En nokkru síðar kom loksins fyrsta markið. West Brom komst í skyndisókn og James Morrison gaf stungusendingu á Luke Moore sem náði að koma boltanum framhjá Hart markverði City. Þetta mark kom á 69. mínútu. Þegar sex mínútur voru til leiksloka lét varamaðurinn Caceido til sín taka. Boltinn barst til hans í miðjum teignum og hann gerði sér lítið fyrir og skaut að marki með hælnum en boltinn fór af varnarmanni West Brom og í stöngina og inn. Það var því allt útlit fyrir jafntefli en heimamenn neituðu að játa sig sigraða. Í uppbótartíma gerðu varnarmenn City sig seka um slæm mistök er há fyrirgjöf kom inn á teiginn. Þeir gleymdu að dekka Bednar sem þakkaði fyrir sig með því að skora með fínum skalla. Þar við sat og West Brom vann afar sætan sigur en liðið hafði ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum. West Brom er enn á botninum en er nú með fimmtán stig en Manchester City er nú komið í fallsæti með átján stig. Útlitið er því heldur dökkt fyrir Mark Hughes, knattspyrnustjóra liðsins. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Manchester City tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag, í þetta sinn á útivelli fyrir botnliði West Bromwich Albion, 2-1. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Luke Moore kom West Brom yfir en Felipe Caceido jafnaði metin fyrir City þegar að skammt var til leiksloka. En það var hins vegar Roman Bednar sem náði að skora sigurmark leiksins í uppbótartíma leiksins. Framherjinn Bednar var í byrjunarliði West Brom á nýjan leik í staðinn fyrir Chris Brunt. Þá kom Do-Heon Kim inn fyrir Borja Valero á miðjunni. Robinho var ekki í liði Manchester City vegna meiðsla eins og búist var við en Benjani var í byrjunarliðinu eftir að hann náði að hrista af sér sín meiðsli. Richard Dunne var einnig í byrjunarliðinu en hann missti af Evrópuleiknum í vikunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað og það var ekki mikið um færi í fyrri hálfleik. Það besta fékk Bednar sem skaut í stöng en af henni fór boltinn af Joe Hart markverði og framhjá. Síðari hálfleikur var ekki mikið skárri og snemma í honum meiddist Benjani með þeim afleiðingum að honum var skipt út af. Inn á í staðinn kom Felipe Caicedo sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn Racing Santander í UEFA-bikarkeppninni í vikunni. En nokkru síðar kom loksins fyrsta markið. West Brom komst í skyndisókn og James Morrison gaf stungusendingu á Luke Moore sem náði að koma boltanum framhjá Hart markverði City. Þetta mark kom á 69. mínútu. Þegar sex mínútur voru til leiksloka lét varamaðurinn Caceido til sín taka. Boltinn barst til hans í miðjum teignum og hann gerði sér lítið fyrir og skaut að marki með hælnum en boltinn fór af varnarmanni West Brom og í stöngina og inn. Það var því allt útlit fyrir jafntefli en heimamenn neituðu að játa sig sigraða. Í uppbótartíma gerðu varnarmenn City sig seka um slæm mistök er há fyrirgjöf kom inn á teiginn. Þeir gleymdu að dekka Bednar sem þakkaði fyrir sig með því að skora með fínum skalla. Þar við sat og West Brom vann afar sætan sigur en liðið hafði ekki unnið í síðustu tíu leikjum sínum. West Brom er enn á botninum en er nú með fimmtán stig en Manchester City er nú komið í fallsæti með átján stig. Útlitið er því heldur dökkt fyrir Mark Hughes, knattspyrnustjóra liðsins.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira