Erlent

Týndi skónum við vígslu fótboltavallar

Michelle Bachelet forseti Chile vígði í dag nýjan knattspyrnuleikvang sem verður notaður fyrir kvennalið undir tuttugu ára aldri í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst 20 nóvember.

Það tilheyrði auðvitað að forsetinn sparkaði fyrsta boltanum og Það gerði Bachelet með slíkum tilþrifum að skórinn fauk af henni. Viðstöddum þótti það bráðsniðugt og forsetanum líka.

Hún sagðist hafa verið að koma frá annarri opinberri athöfn og skipt á háhælaskónum og flatbotna skór. En það voru greinilega engir fótboltaskór, sagði forsetinn hlæjandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×