Erlent

Óður repúblikani beit barþjón í nefið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sjötugur repúblikani í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum beit barþjón í nefið og lamdi allt sem fyrir honum varð með göngustaf þegar ljóst varð að Barack Obama yrði næsti forseti Bandaríkjanna.

Sá gamli var staddur á bar í borginni Kingston og var handtekinn aðfaranótt miðvikudags eftir árásina. Lögregla kom að manninum þar sem hann stóð vígamóður úti á miðju gólfi, sveiflaði staf sínum í kringum sig og öskraði formælingar að viðstöddum sem bæði beindust að þeim og Barack Obama. Maðurinn var handtekinn og á von á ákæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×