Innlent

Mörg þúsund fuglar drápust í Rangarþingi ytra

Talið er að mörg þúsund fuglar hafi drepist þegar eldur kviknaði í alifuglabúi í Rangárþingi á níunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.

Lögreglan segir að eldurinn hafi ekki verið mikill, en mikill hiti og reykur hafi myndast. Ekki er ljóst hvað olli brunanum en lögreglan segir þó ólíklegt að um íkveikju hafi verið að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×