Enski boltinn

Ronaldo: Ég er ánægður hjá United

AFP

Cristiano Ronaldo virðist ekki ætla að láta stríðið milli Manchester United og Real Madrid í fjölmiðlum hafa áhrif á sig.

Orðrómur fór enn og aftur af stað í dag þar sem sagt var að þegar lægi fyrir samningur um að Portúgalinn færi til Real Madrid.

Sir Alex Ferguson brást reiður við og sagðist ekki selja spænska félaginu svo mikið sem vírus.

Ronaldo sjálfur hefur nú gefið sitt svar í málinu.

"Mér er alveg sama hvað fólk er að segja. Ég er ekki búinn að lesa það sem stendur í blöðunum. Ég er bara í Japan að spila og er ekkert að hugsa um hvað er að gerast í kring um mig. En ég er mjög ánægður að spila fyrir Manchester United," sagði vængmaðurinn eitraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×