Enski boltinn

Grant myndi feginn stíga úr sviðsljósinu

NordcPhotos/GettyImages

Richard Hughes, góður vinur Avram Grant frá tíð hans hjá Portsmouth, segir að Chelsea-stjórinn hafi ekkert á móti því að stíga af stóli sem knattspyrnustjóri í sumar.

Breska blaðið Sun hefur eftir Hughes að Grant sé lítið fyrir sviðsljósið og hafi því ekkert á móti því að snúa sér aftur að því starfi sem hann sinnti áður - að vera tengiliður milli þjálfara og eigenda Chelsea.

Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea og sagt er að Roman Abramovich vilji ólmur fá Chelsea til að spila fallega knattspyrnu eins og Katalóníuliðið.

"Allir vita að Abramovich elskar hvernig Barcelona spilar og vill fá eitthvað því líkt á Stamford Bridge. Jose Mourinho var ekki að spila eins fallegan bolta og Abramovich vildi og því var hann látinn fara," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×