Enski boltinn

Kominn tími til að vinna Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Reina að verja vítaspyrnu.
Reina að verja vítaspyrnu.

Pepe Reina, markvörður Liverpool, segist hafa trú á því að lið sitt nái að myrða „Arsenal-grýluna" þegar liðin mætast í enska boltanum um komandi helgi. Liverpool hefur ekki tekist að landa sigri í þremur heimsóknum á nýjan heimavöll Arsenal.

„Við eigum ekki margar góðar minningar frá Emirates-vellinum. Þeir hafa náð sér vel á strik í leikjum gegn okkur á meðan við höfum ekki átt okkar besta dag," sagði Reina sem er bjartsýnn á breytingar um helgina.

„Við höfum þegar náð að sækja þrjú stig á Stamford Bridge svo að við vitum að við getum líka gert það á Emirates. Arsenal hefur frábæra leikmenn og gott lið. Þeir unnu Manchester United og Chelsea," sagði Reina.

„Arsenal stendur sig best gegn stóru liðunum því þá fá þeir að spila sinn bolta. Minni liðin gera sitt besta til að stöðva þá með öflugum varnarleik og hörku og þá hefur Arsenal ekki gengið eins vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×