Enski boltinn

Ferguson: Spiluðu eins og meistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson var ánægður með sína menn í gær þrátt fyrir jafnteflið.
Alex Ferguson var ánægður með sína menn í gær þrátt fyrir jafnteflið. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að sínir menn hafi spilað eins og meistarar þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Blackburn í gær.

Allt stefndi í sigur Blackburn er Carlos Tevez náði að skora jöfnunarmarkið undir lok leiksins eftir að United hafði sótt stíft í síðari hálfleik.

„Við hefðum frekar kosið að fá þrjú stig og ég held að við áttum skilið að fá þrjú stig," sagði Ferguson. Eftir jafnteflið er United nú með þriggja stiga forystu á Chelsea en liðin mætast um næstu helgi.

„Frammistaða okkar í síðari hálfleik var stórkostleg. Seiglan í liðinu var frábær og við spiluðum eins og meistarar. Viðhorf þeirra og karakter var frábært. Ég er mjög stoltur af þeim."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×