Innlent

Geir og Brown ræddu ekki um að Ísland leitaði aðstoðar IMF

Á fundi Geirs Haarde forsætisráðherra og Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, í Lundúnum í apríl, var sú hugmynd ekki rædd að Ísland leitaði eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, jafnvel þó að sjóðurinn hafi borist í tal á fundinum. Þetta segir Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður Geirs, í samtali við Vísi.

Channel 4 sjónvarpsstöðin greindi frá því í gær að Geir Haarde hefði varað Brown forsætisráðherra við stöðu íslensku bankanna á fundi þeirra í apríl. Þá fullyrðir Channel 4 að Brown hafi ráðlagt Geir að leita aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á fundi þeirra í apríl.

Þetta segir Gréta að sé ekki rétt. Hún segir að Geir og Brown hafi rætt um stöðu íslenskra fyrirtækja í Bretlandi og hugsanlega aðild Íslands að samstarfi Evrópuríkja til að tryggja fjármálastöðugleika.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×