10 bestu refirnir í ensku úrvalsdeildinni 28. júlí 2008 13:23 Dean Windass tryggði Hull sæti í úrvalsdeildinni tæplega fertugur NordcPhotos/GettyImages Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans. Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira
Breska blaðið Sun hefur tekið saman lista yfir 10 bestu "gömlu refina" sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni í tilefni af því að hinn síungi Dean Windass tryggði Hull City sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor. Windass er 39 ára gamall og á góða möguleika á að komast inn á lista þessara öldnu höfðingja sem prýða lista Sun. 10. Lee Dixon Þessi Arsenal-goðsögn lagði skóna á hilluna árið 2002 og var þá 38 ára gamall. Dixon spilaði stöðu hægri bakvarðar og var lykilmaður í ógnarsterkri vörn hins sigursæla liðs Arsenal á tíunda áratugnum. Hann var 14 ár hjá Arsenal og hætti á sama tíma og fyrirliðinn Tony Adams. 9. Gary Speed Þessi síungi Walesverji ætti að vera fyrirmynd allra ungra knattspyrnumanna hvað það varðar að halda sér í góðu formi. Speed á að baki 20 ár í efstu deild og stuðningsmenn Bolton sáu mikið eftir honum á síðustu leiktíð þegar hann skipti yfir til Sheffield United. 8. Mark Hughes Hughes er nú stjóri Manchester City, en leikmenn hans ættu að hlusta vel þegar hann talar - því Hughes hefur komið víða við á löngum og glæsilegum ferli. Hughes var enn að spila í úrvalsdeildinni þegar hann tók við landsliði Wales árið 1999. Hann lagði skóna á hilluna 38 ára gamall hjá Blackburn, en tók síðar við stjórastöðunni hjá félaginu. 7. Denis Irwin Írski bakvörðurinn var einn stöðugasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á 12 sigursælum árum með Manchester United. Hann hafði þó ekki spilað sinn síðasta leik á Old Trafford eftir að hann fór frá United, því hann sneri aftur þangað árið 2003 sem leikmaður Wolves eftir að hann hafði komið liðinu að komast upp í úrvalsdeildina. Hann var þá 38 ára gamall. 6. Stuart Pearce Ferill Pearce var dramatískur í meira lagi og innihélt stóra sigra og mikil áföll (eins og misnotaðar vítaspyrnur). Lokaleikur Pearce í úrvalsdeildinni var með West Ham leiktíðina 2000-2001 þegar hann var 39 ára gamall, en "Psycho" spilaði reyndar tvö ár til viðbótar með Manchester City. Teddy Sheringham hélt áfram að skora yfir fertugtNordicPhotos/GettyImages 5. Nigel Winterburn Winterburn spilaði á vinstri kantinum hjá Arsenal á móti Lee Dixon og þeir félagar urðu bara betri með aldrinum. Winterburn lék lengst af með Arsenal en lengdi feril sinn um þrjú ár með West Ham. Hann lagði skóna á hilluna 39 ára gamall. 4. Ray Wilkins Wilkins lék á miðjunni með enska landsliðinu á sínum tíma, en spilaði reyndar síðasta leik sinn í úrvalsdeild með QPR árið 1994. Hann fór síðar frá félaginu en sneri fljótt aftur í nærri tvo ár - þá sem spilandi þjálfari. Hann var 39 ára gamall þegar hann hætti. 3. Bryan Robson Kapteinninn lék sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni sem spilandi þjálfari Middlesbrough og vantaði þá aðeins 10 daga í fertugsafmælið. Robson átti frábæran feril með Manchester United þar sem hann var fyrirliði liðsins. 2. Gordon Strachan Þessi rauðhærði og snaggaralegi leikmaður varð fyrsti leikmaðurinn til að spila í úrvalsdeildinni fertugur að aldri. Hann var þá spilandi þjálfari Coventry, en gegndi engu að síður lykilhlutverki í liðinu. Fáir áttu von á að met hans yrði slegið í bráð, en annað kom á daginn. 1. Teddy Sheringham Á toppnum situr maður sem virðist hafa ögrað tímanum. Hvort það er konan hans sem hefur haldið framherjanum svona ungum skal ósagt látið, en Sheringham spilaði sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni fyrir West Ham þann 30. desember árið 2006. Hann vantaði þá aðeins 95 daga í 41. afmælisdag sinn og ljóst er að Dean Windass og aðrir aldnir kappar munu þurfa að hafa sig alla við til að slá met kappans.
Enski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjá meira