Lífið

P Diddy vill verða næsti Bond

P Diddy segir að kominn sé tími á hörundsdökkan James Bond og hefur gert rándýrt kynningarmyndband í von um að landa hlutverkinu.
P Diddy segir að kominn sé tími á hörundsdökkan James Bond og hefur gert rándýrt kynningarmyndband í von um að landa hlutverkinu.
Sean Combs, eða P Diddy, er sannfærður um að hann geti tekið við af Daniel Craig og orðið næsti James Bond. Til að sanna mál sitt hefur hann eytt 500.000 pundum í kynningarmyndband sem hann tók upp í nágrenni við Casino Royale í Suður-Frakklandi, á sömu slóðum og fyrsta Bond-mynd Daniels Craig var meðal annars tekin upp.

Rapparinn og tónlistarframleiðandinn hefur ekki farið leynt með draum sinn um að landa hlutverki Craig. Í viðtali við breka dagblaðið Daily Mirror sagði hann að nú væri hörundsdökkur forseti og kominn væri tími á hörundsdökkan Bond. P Diddy er þó ekki einn um að vilja hreppa hlutverkið, því rapparinn Akon og óskarsverðlaunahafinn Jamie Foxx eru einnig sagðir vilja leika njósnarann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.