Erlent

Obama leiðir í sex af átta lykilríkjum

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, er með forystu í sex af átta svokölluðum lykilríkjum fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum sem fram fara á morgun.

Þetta sýnir ný skoðannakönnun sem Reuters gerði og birt var í morgun. Meðal þessara ríkja eru Ohio og Flórída sem talin eru skipta miklu máli varðandi niðurstöðu kosninganna. Obama er með sjö prósentustiga forskot á keppinaut sinn, John McCain, á landsvísu en það er prósentustigi meira en skoðanakönnun Reuters í gær sýndi.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefur farið fram í 31 af 50 ríkjum Bandaríkjanna og hafa þegar um 23 milljónir manna nýtt sér atkvæðisrétt sinn. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan staði þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×