Enski boltinn

Tottenham burstaði Arsenal og fer á Wembley

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aaron Lennon í baráttu við Armand Traore í leiknum í kvöld.
Aaron Lennon í baráttu við Armand Traore í leiknum í kvöld.

Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins. Liðið burstaði Arsenal í grannaslag í kvöld 5-1 á heimavelli en þetta var síðari leikur þessara liða í undanúrslitum keppninnar.

Fyrri leikurinn endaði 1-1 og vann Tottenham því samtals 6-2. Úrslitaleikurinn verður eftir rúman mánuð.

Jermaine Jenas, Robbie Keane, Aaron Lennon og Steed Malbranque skoruðu fyrir Tottenham í kvöld og þá var eitt sjálfsmark.

Emmanuel Adebayor minnkaði muninn fyrir Arsenal með næstsíðasta marki leiksins.

Tottenham mun mæta Chelsea eða Everton í úrslitaleiknum. Chelsea vann fyrri viðureignina gegn Everton 2-1 en sú seinni verður á Goodison Park á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×