Djassinn dunar 29. ágúst 2008 07:00 Jóel Pálsson flytur í kvöld efni af sinni marglofuðu plötu, Varpi. Fréttablaðið/Arnþór Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram í kvöld með forvitnilegri dagskrá. Theo Bleckman er búinn að vera áberandi í tónlistarlífi New York frá því hann fluttist þangað fyrir fimmtán árum. Hann verður líka áberandi á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld þar sem hann spilar og syngur með Mógil, íslensk-belgísku sveitinni. Hann hikar ekki við að blanda saman stefnum og straumum í tónlist bæði með yfirburða raddtækni sinni og rafrænum hjálpartækjum. Af samstarfsfólki hans má nefna Laurie Anderson, Anthony Braxton, Philip Glass, Meredith Monk og Michael Tilson Thomas. Hann vinnur úti um allan heim og kemur fram með listamönnum af ýmsu tagi. Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil samanstendur af Heiðu Árnadóttur söngkonu, Hilmari Jenssyni gítarleikara, Joachim Badenhorst klarinettuleikara og Ananata Roosens fiðluleikara. Mógil er að fagna útkomu geisladisk síns Ró sem er nýkominn út á Íslandi og verður gefinn út í Evrópu 28. september af belgísku útgáfunni Radical Duke. Lögin eru samin af hljómsveitarmeðlimum og textar eru ýmist íslenskar þjóðvísur eða eftir Heiðu. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í kvöld klukkan 20. Jóel Pálsson og Ómar Guðjónsson koma svo fram með tvískipta dagskrá á Organ í kvöld klukkan 22 sem lögð er undir efni af nýlegum diskum þeirra, Varpi Jóels og Fram af Óskars. Þar verða með vaskir sveinar í báðum deildum. Síðla kvölds verður svo sitthvað að bíta og brenna á Bitboxinu á Glaumbar. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Jazzhátíð Reykjavíkur heldur áfram í kvöld með forvitnilegri dagskrá. Theo Bleckman er búinn að vera áberandi í tónlistarlífi New York frá því hann fluttist þangað fyrir fimmtán árum. Hann verður líka áberandi á tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld þar sem hann spilar og syngur með Mógil, íslensk-belgísku sveitinni. Hann hikar ekki við að blanda saman stefnum og straumum í tónlist bæði með yfirburða raddtækni sinni og rafrænum hjálpartækjum. Af samstarfsfólki hans má nefna Laurie Anderson, Anthony Braxton, Philip Glass, Meredith Monk og Michael Tilson Thomas. Hann vinnur úti um allan heim og kemur fram með listamönnum af ýmsu tagi. Íslensk-belgíska hljómsveitin Mógil samanstendur af Heiðu Árnadóttur söngkonu, Hilmari Jenssyni gítarleikara, Joachim Badenhorst klarinettuleikara og Ananata Roosens fiðluleikara. Mógil er að fagna útkomu geisladisk síns Ró sem er nýkominn út á Íslandi og verður gefinn út í Evrópu 28. september af belgísku útgáfunni Radical Duke. Lögin eru samin af hljómsveitarmeðlimum og textar eru ýmist íslenskar þjóðvísur eða eftir Heiðu. Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í kvöld klukkan 20. Jóel Pálsson og Ómar Guðjónsson koma svo fram með tvískipta dagskrá á Organ í kvöld klukkan 22 sem lögð er undir efni af nýlegum diskum þeirra, Varpi Jóels og Fram af Óskars. Þar verða með vaskir sveinar í báðum deildum. Síðla kvölds verður svo sitthvað að bíta og brenna á Bitboxinu á Glaumbar.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“