Árni á meðal stofnfjáreigenda í Byr - gefur ekki upp hve stór hluturinn er 29. ágúst 2008 18:01 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/GVA Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira