Árni á meðal stofnfjáreigenda í Byr - gefur ekki upp hve stór hluturinn er 29. ágúst 2008 18:01 Árni Mathiesen, fjármálaráðherra. MYND/GVA Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, er á meðal stofnfjáreigenda í Byr. Þetta staðfestir Árni í samtali við Vísi. Hann vill þó ekki gefa upp hve stór hluturinn er, né hvenær hann keypti hann. Hann segist þó ekki hafa átt hann ýkja lengi. Árni seldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar sumarið 2005 og fékk hann fyrir þá hluti fimmtíu milljónir króna. Á þeim tíma sagði Árni í viðtali við Blaðið að þeir tímar væru liðnir að stjórnmálamenn ættu að vera að skipta sér af fjármálastofnunum. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði Vélstjóra og úr varð Byr. Árni segir himinn og haf á milli þess að eiga í Byr og SPH. „Það er mjög mikill munur á því að vera stofnfjáraðili í Byr, sem er með 500 stofnfjáraðila og tekur yfir mjög mörg svæði á landinu, auk þess sem ég er algjörlega óvirkur stofnfjáraðili, eða því að vera stofnfjáraðili í SPH þar sem voru innan við 50 stofnfjáraðilar. Þar var ég mjög virkur, mætti á næstum því alla aðalfundi og tók til máls á þeim flestum. Það er bara himinn og haf þarna á milli," segir Árni. Í viðtali við Blaðið þann fjórtánda september 2005 sagði Árni aðspurður hvers vegna hann hafi selt í SPH á sínum tíma: „Ég tel að þeir tímar séu liðnir að stjórnmálamenn eigi að vera að skipta sér af fjármálastofnunum." Aðspurður hvort þessi ummæli stangist ekki á við stofnfjáreign í Byr segir Árni svo ekki vera. „Þegar ég segi að stjórnmálamenn ættu ekki að vera að skipta sér af fjármálastofnunum þýðir það ekki að þeir megi ekki fjárfesta. Það getur þó auðvitað skapað erfiðleika eins og kemur upp í þessu dæmi, en þá gæti ég þess að skipta mér ekki af," segir Árni og vísar til þess að á dögunum lýsti hann sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses, á grundvelli þess að hann væri á meðal stofnfjáreigenda. Hann bendir einnig á að ef stjórnmálamenn sem hyggðu á fjárfestingar mættu ekki fjárfesta í fjármálafyrirtækjum væri ekki um auðugan garð að gresja þar sem Kauphöllin hér á landi samanstandi að mestu af fjármálafyrirtækjum. Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. „Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann. Fjármálaráðherrann vill heldur ekki gefa upp hver stóran hlut hann á í félaginu og segir það vera einkamál.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira