Fótbolti

Manning gerir grín að knattspyrnu

Payton Manning
Payton Manning NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnuáhugamenn í Bandaríkjunum risu upp á afturlappirnar þegar þeir sáu nýjustu auglýsingarnar frá Sony fyrirtækinu, en þar gerir stjörnuleikstjórnandinn Payton Manning í NFL-deildinni grín að knattspyrnu.

Bresku blöðin vöktu athygli á þessu í dag og vilja með því meina að álit Bandaríkjamanna á knattspyrnu hafi ef til vill ekki lagast mikið þrátt fyrir gríðarlega viðleitni David Beckham til að koma sportinu á kortið þar í landi.

"Kannski eru knattspyrnumenn bara allt of miklar dúkkulísur til að keppa við bandarísku greinarnar - þrátt fyrir öll tattúin hans David Beckham," sagði eitt bresku blaðanna.

Smelltu hér til að sjá auglýsinguna


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×