Erlent

Ellefu létust í sprengingu í Úkraníu

Að minnsta kosti ellefu létu lífið þegar fjölbýlishús í suðurhluta Úkraínu sprakk í loft upp í gær. Talið er að 24 séu enn grafnir í rústunum.

Húsið, sem er bænum Jevpatoría í suðurhluta Úkraínu var fimm hæðir með 35 íbúðum. Hátt sjötíu manns voru inni í húsinu þegar það sprakk í loft upp laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi að íslenskum tíma.

Um sjö hundruð björgunarsveitarmenn eru nú að störfum í rústum byggingarinnar. Nú þegar hafa ellefu fundist látnir og tuttugu og einum hefur verið bjargað. Um tuttugu og fimm eru enn ófundnir. Meðal látinna eru börn og gamalmenni.

Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni en grunur manna beinist að súrefnis og gas-kútum sem voru geymdir í byggingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×