Fótbolti

Hermann segir gagnrýni Grétars óréttmæta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson og Darren Fletcher í leiknum á miðvikudaginn.
Hermann Hreiðarsson og Darren Fletcher í leiknum á miðvikudaginn.

Hermann Hreiðarsson landsliðsfyrirliði hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir að gagnrýni Grétars Rafns Steinssonar á KSÍ eigi ekki rétt á sér.

Grétar sagði eftir leikinn gegn Skotum á miðvikudagskvöldið að það mætti ýmislegt bæta í kringum umgjörð landsliðsins, af hendi KSÍ.

Þrátt fyrir ítarlegar tilraunir fjölmiðla, til að mynda Visis, vildi Grétar ekki fara nánar út í þá sálma og sagði að það kæmi ekki öðrum við.

Nú hefur Hermann Hreiðarsson sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

„Það var okkur landsliðsmönnum mikil vonbrigði að ná ekki fram hagstæðum úrslitum í landsleiknum í síðastliðinn miðvikudag gegn Skotum á Laugardalsvelli. Við höfum allir sem einn lagt okkur fram um að ná árangi innan vallar og hið sama hafa þjálfarar og starfsmenn landsliðsins gert sem og knattspyrnusambandið. Félagi minn í landsliðinu, Grétar Rafn Steinsson, lét þessi vonbrigði hafa áhrif á sig og gagnrýndi aðbúnað liðsins að leik loknum. Þessi gagnrýni á ekki rétt á sér og landsliðið kom eins vel undirbúið til leiks í gær og hægt er. KSÍ hefur lagt sig fram í að skapa okkur leikmönnum sem bestan aðbúnað og ráðið fagmenn til starfa með liðinu. Ég vil nota tækifærið og þakka áhorfendum frábæran stuðning í leiknum í gær.

Hermann Hreiðarsson

fyrirliði landsliðsins"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×