Innlent

Síldin dreifir sér

Síldin á Breiðafirði virðist vera farin að dreifa sér eða flytja sig um set og fengu ekki nema nokkur skip góðan afla í gær.

Undir morgun sáust ekki þéttar torfur, en þar eru nú nokkur skip að leita. Erfitt var um vik í gær þar sem síldin hélt sig á milli skerja, þar sem straumur var mikill auk þess sem vindstrengur var á svæðinu. Þá er síldin stygg og varast skipin, en þrátt fyrir það eru sjómenn bjartsýnir á veiðarnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×