Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar

Chelsea og Manchester United léku ekki þessa helgina í ensku úrvalsdeildinni. Stórleikur helgarinnar var viðureign Arsenal og Liverpool.

Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum.

Stórleikur helgarinnar var viðureign Arsenal og Liverpool. Gael Clichy og Steven Gerrard eru hér að kljást í leiknum.
Dómarinn Howard Webb rak Emmanuel Adebayor af velli en hann fékk tvívegis að líta gula spjaldið.
Arsene Wenger var líflegur á hliðarlínunni. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 en bæði mörkin voru stórglæsileg.
Charles N'Zogbia kemur Newcastle yfir Tottenham.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, fagnaði innilega eftir leikinn en Damien Duff skoraði sigurmarkið undir lokin.
Roman Bednar skorar sigurmark West Bromwich Albion gegn Manchester City.
Útlitið er ekki bjart hjá City sem er í fallsæti sem stendur. Hér fylgist Mark Hughes, stjóri City, með í tapleiknum gegn WBA.
Blackburn vann öruggan 3-0 sigur á Stoke. Hér eru knattspyrnustjórarnir Sam Allardyce og Tony Pulis á hliðarlínunni.
Bolton vann Portsmouth 2-1. Grétar Rafn Steinsson og Hermann Hreiðarsson voru báðir í byrjunarliðinu en hér er Grétar í baráttu við Niko Kranjcar.
Cisse minnir óneitanlega á jólatré. Hann skoraði eitt af mörkum Sunderland í góðum 4-1 útisigri gegn Hull.
Landsliðsþjálfarinn Fabio Capello sá Aston Villa sækja þrjú stig á Upton Park.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×