Fótbolti

Frítt á leikinn fyrir konurnar - fólk farið að streyma á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson í Frakklandi skrifar
Mynd/Stefán
Það má búast við því að konur verði í meirihluta á leik Frakklands og Íslands sem hefst eftir tæpan klukkutíma á Stade Henri Desgrange í La Roche-sur-yon. Það er nefnilega frítt fyrir konurnar á leikinn en hann er hluti af 30 ára afmælishátið kvennafótboltans í félagsliði bæjarins sem heitir Roche VF.

Fólk er farið að streyma á völlinn og lúðrasveit bæjarins heldur uppi stemmningunni á vellinum með því að fara hring eftir hring á hlaupabrautinni sérstöku. Íslendingar eiga samt örugglega ekki eftir að láta sitt eftir liggja en það verður þó erfitt að sjá litamuninn í stúkunni því eins og hjá okkur Íslendingum þá eru þjóðarlitir Frakka, blár, rauður og hvítur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×