Fótbolti

Óraunhæfar kröfur á norska liðið

Ómar Þorgeirsson í Noregi skrifar
AFP

Framherjinn Steffen Iversen og miðvörðurinn og fyrirliðinn Brede Hangeland verða í eldlínunni gegn Íslandi í kvöld en þeir gera sér fyllilega grein fyrir því að leiðin til Suður-Afríku á lokakeppni HM 2010 er löng og grýtt.

Þeir segja í viðtali vð norska dagblaðið Dagbladet að kröfurnar til norska liðsins séu óraunhæfar.

"Það verður virkilega erfitt fyrir okkur að komast alla leið til Suður-Afríku. Það eru mörg stórlið sem eru í baráttunni og fá sæti í boði. En að sjálfsögðu stefnum við þangað og það yrði frábært ef við yrðum með í baráttunni," segir Iversen og Hangeland bætir við.

"Mér finnst kröfurnar á hendur norska liðsins vera oft á tíðum óraunhæfar og gjörsamlega út úr korti. En það er líklega betra að fólk og fjölmiðlar geri of miklar væntingar til okkar, heldur en alls engar," segir fyrirliðinn. - óþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×