Lífið

Gefið Jolie frið, segir fæðingalæknirinn

Maddox og James Haven renna í hlað á sjúkrahúsið þar sem Angelina Jolie bíður þess að tvíburarnir komi í heiminn.
Maddox og James Haven renna í hlað á sjúkrahúsið þar sem Angelina Jolie bíður þess að tvíburarnir komi í heiminn.
Maddox, elsta barn Angelinu Jolie og Brad Pitt, sem Jolie ættleiddi frá Kambódíu og Pitt gekk í föðurstað, mætti í gær ásamt bróður leikkonunnar á sjúkrahúsið í Nice, Frakklandi.
Drengurinn er vanur fjölmiðlafári og var rólegur þrátt fyrir ágenga ljósmyndara sem bíða í ofvæni fyrir utan sjúkrahúsið til að fylgjast með framgöngu mála.
Dr. Michel Sussmann, læknir Angelinu Jolie hefur beðið fjölmiðla vinsamlegast um að gefa Jolie og fjölskyldu hennar frið svo hún geti einbeitt sér að fæðingu barnanna.









Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.