KR-ingar óhressir með Skagamenn 17. apríl 2008 18:45 Kristján stendur hér í ströngu með KR Mynd/Anton KR-ingar eru óánægðir með vinnubrögð Skagamanna sem vilja fá markvörðinn Kristján Finnbogason lánaðan í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Skagamenn eru í markvarðarleit vegna meiðsla Páls Gísla Jónssonar sem missir fyrir vikið af upphafi Íslandsmótsins. Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA tjáði fréttastofu það í dag að hann hefði verið búinn að fá kanadískan markmann sem leikur í Englandi en hann fékk svo ekki atvinnuleyfi þar sem fyrir í ÍA eru þrír Króatar. Félögum er aðeins leyfilegt að hafa þrjá leikmenn utan Evrópubandalagsins í leikmannahópnum. Því hafi ÍA snúið sér til KR og beðið um að fá Kristján Finnbogason á lánssamning. Kristján sagði við fréttastofu að hann vildi fara til ÍA en hann vill ólmur fá að spila þar sem hann vermdi varamannabekkinn meginpart síðasta sumars og senn líði að lokum síns ferils. Kristján kvaðst þó fyrst og fremst vilja vera áfram hjá KR en vill fara til ÍA ef hann fær að spila reglulega. Rúnar Kristinsson formaður knattspyrnudeildar KR sagði félagið ekki hafa í hyggju að lána Kristján enda sé þriðji markvörður meistaraflokks í láni hjá Haukum. Rúnar kvaðst óánægður með vinnubrögð Skagamanna sem hefðu farið gegn knattspyrnulögum og sett sig fyrst í samband við leikmanninn en ekki félagið eins og reglur kveða á um. Rúnar árétti þó að ekki væru nein illindi milli félaganna og hefði hann í góðu tjáð Gísla Gíslasyni, formanni knattspyrnuráðs ÍA hvað honum finndist um þessi vinnubrögð. Rúnar er ósáttur við að Skagamenn séu að hrófla í leikmönnum sínum korteri fyrir mót og skapi þannig hugsanlega óánægju leikmannsins. Kristján fundar nú með KR-ingum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin en Rúnar segir að í fljótu bragði sé lausn ekki í sjónmáli. Þess má að lokum geta að Stefán Logi Magnússon, aðalmarkvörður KR, er fingurbrotinn og getur sem stendur ekki leikið með liðinu. Hann er þó væntanlægur í slaginn á ný áður en Landsbankadeildin hefst þann 11. maí. Á meðan Stefán er frá vegna meiðsla kemur það því í hlut Kristjáns að standa í marki KR og hann verður milli stanganna á laugardaginn þegar KR mætir einmitt ÍA í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
KR-ingar eru óánægðir með vinnubrögð Skagamanna sem vilja fá markvörðinn Kristján Finnbogason lánaðan í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld. Skagamenn eru í markvarðarleit vegna meiðsla Páls Gísla Jónssonar sem missir fyrir vikið af upphafi Íslandsmótsins. Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA tjáði fréttastofu það í dag að hann hefði verið búinn að fá kanadískan markmann sem leikur í Englandi en hann fékk svo ekki atvinnuleyfi þar sem fyrir í ÍA eru þrír Króatar. Félögum er aðeins leyfilegt að hafa þrjá leikmenn utan Evrópubandalagsins í leikmannahópnum. Því hafi ÍA snúið sér til KR og beðið um að fá Kristján Finnbogason á lánssamning. Kristján sagði við fréttastofu að hann vildi fara til ÍA en hann vill ólmur fá að spila þar sem hann vermdi varamannabekkinn meginpart síðasta sumars og senn líði að lokum síns ferils. Kristján kvaðst þó fyrst og fremst vilja vera áfram hjá KR en vill fara til ÍA ef hann fær að spila reglulega. Rúnar Kristinsson formaður knattspyrnudeildar KR sagði félagið ekki hafa í hyggju að lána Kristján enda sé þriðji markvörður meistaraflokks í láni hjá Haukum. Rúnar kvaðst óánægður með vinnubrögð Skagamanna sem hefðu farið gegn knattspyrnulögum og sett sig fyrst í samband við leikmanninn en ekki félagið eins og reglur kveða á um. Rúnar árétti þó að ekki væru nein illindi milli félaganna og hefði hann í góðu tjáð Gísla Gíslasyni, formanni knattspyrnuráðs ÍA hvað honum finndist um þessi vinnubrögð. Rúnar er ósáttur við að Skagamenn séu að hrófla í leikmönnum sínum korteri fyrir mót og skapi þannig hugsanlega óánægju leikmannsins. Kristján fundar nú með KR-ingum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin en Rúnar segir að í fljótu bragði sé lausn ekki í sjónmáli. Þess má að lokum geta að Stefán Logi Magnússon, aðalmarkvörður KR, er fingurbrotinn og getur sem stendur ekki leikið með liðinu. Hann er þó væntanlægur í slaginn á ný áður en Landsbankadeildin hefst þann 11. maí. Á meðan Stefán er frá vegna meiðsla kemur það því í hlut Kristjáns að standa í marki KR og hann verður milli stanganna á laugardaginn þegar KR mætir einmitt ÍA í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira