Innlent

Hinn særði á batavegi

Árásin átti sér stað við Hlemm.
Árásin átti sér stað við Hlemm.

Karlmaður um fertugt sem stunginn var með hnífi á Hlemmi á sjöunda tímanum í gærkvöldi er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild. Maðurinn var á gjörgæsludeild í nótt en fer líklegast yfir á almenna skurðdeild í dag. Hann gekk særður inn í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær, en þar veittu lögreglumenn honum fyrstu hjálp. Árásarmaðurinn, sem er um tvítugt, var handtekinn síðar um kvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×