Öllu starfsfólki Kjötbankans sagt upp í gær Atli Steinn Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2008 16:32 MYND/Pjetur Sigurðsson Öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, var sagt upp störfum í gær. „Fyrirtækið verður að losa samninga sem í gildi eru til að geta farið út í breytingar á rekstrinum og skipulagsbreytingar svo laga megi fyrirtækið að framtíðinni," sagði Haukur Hjaltason, eigandi Kjötbankans. Haukur sagði fyrirtækið þó ekki á leið í gjaldþrot. „Þarna starfar frábært gengi góðra sérfræðinga í kjötvinnslu og frábært starfsfólk og það á bara skilið að fyrirtækið verði endurskipulagt þannig að það skili arði og góðum launum til frambúðar," sagði Haukur enn fremur. Hann sagði nánast allt starfsfólkið njóta þriggja mánaða uppsagnarfrests og enginn væri að fara strax. „Við ræddum við starfsmennina í gær og lögðum fram þá ósk okkar að menn yfirgæfu ekki fyrirtækið á þessum tíma en við myndum heldur ekki hamla neinum sem hefði að öðru starfi að hverfa," útskýrði Haukur. Hann sagðist ekki eiga von á að þetta raskaði starfsemi fyrirtækisins, ráðstafanirnar væru lífsnauðsynlegar fyrir framtíð fyrirtækisins sem nú hefur starfað í 25 ár. „Þetta var afar erfið stund hjá mér í gær, ég get alveg sagt þér það," sagði Haukur og tók það fram að megináhersla hans væri á að gera ferlið eins þægilegt og unnt væri fyrir starfsfólk Kjötbankans, þetta væri viðkvæm stund og honum væri ákaflega annt um starfsfólk sitt og hag þess. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Öllu starfsfólki Kjötbankans, um 20 manns, var sagt upp störfum í gær. „Fyrirtækið verður að losa samninga sem í gildi eru til að geta farið út í breytingar á rekstrinum og skipulagsbreytingar svo laga megi fyrirtækið að framtíðinni," sagði Haukur Hjaltason, eigandi Kjötbankans. Haukur sagði fyrirtækið þó ekki á leið í gjaldþrot. „Þarna starfar frábært gengi góðra sérfræðinga í kjötvinnslu og frábært starfsfólk og það á bara skilið að fyrirtækið verði endurskipulagt þannig að það skili arði og góðum launum til frambúðar," sagði Haukur enn fremur. Hann sagði nánast allt starfsfólkið njóta þriggja mánaða uppsagnarfrests og enginn væri að fara strax. „Við ræddum við starfsmennina í gær og lögðum fram þá ósk okkar að menn yfirgæfu ekki fyrirtækið á þessum tíma en við myndum heldur ekki hamla neinum sem hefði að öðru starfi að hverfa," útskýrði Haukur. Hann sagðist ekki eiga von á að þetta raskaði starfsemi fyrirtækisins, ráðstafanirnar væru lífsnauðsynlegar fyrir framtíð fyrirtækisins sem nú hefur starfað í 25 ár. „Þetta var afar erfið stund hjá mér í gær, ég get alveg sagt þér það," sagði Haukur og tók það fram að megináhersla hans væri á að gera ferlið eins þægilegt og unnt væri fyrir starfsfólk Kjötbankans, þetta væri viðkvæm stund og honum væri ákaflega annt um starfsfólk sitt og hag þess.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira