Enski boltinn

Arshavin skrefi nær Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu.
Andrei Arshavin í leik með rússneska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Andrei Arshavin sé á góðri leið með að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Samkvæmt fregnum í Englandi mun Arsenal vera að undirbúa tilboð í Arshavin sem er á mála hjá Zenit í St. Pétursborg. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sé reiðubúinn að kafa djúpt í budduna fyrir Arshavin.

Hann hefur þó ekki viljað nefna þá leikmenn á nafn sem Arsenal er sagt hafa áhuga á.

„Ég þarf að fá annan miðjumann í leikmannahópinn því við erum fáliðaðir á miðjunni," er haft eftir Wenger í frönskum fjölmiðlum.

Bæði Cesc Fabregas og Tomas Rosicky verða frá næstu mánuðina vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×