Enski boltinn

Fuller líklega sektaður um tveggja vikna laun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricardo Fuller gengur af velli í gær.
Ricardo Fuller gengur af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar halda því fram að Ricardo Fuller, leikmaður Stoke, verði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun fyrir að slá til Andy Griffin, fyrirliða Stoke í leik liðsins gegn West Ham í gær.

Áhorfendur ætluðu vart að trúa eigin augum er Fuller sló til samherja síns eftir að West Ham jafnaði metin í leiknum. Fuller fékk að líta rauða spjaldið fyrir og verður því dæmdur í þriggja leikja bann.

West Ham vann á endanum leikinn, 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×