Eggert Gunnþór: Hausinn á Burley undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2008 12:34 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearst. Nordic Photos / Getty Images Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, telur að George Burley eigi sér ekki framtíð sem landsliðsþjálfari Skotlands ef hans menn tapa fyrir Íslendingum á morgun. Eggert mun í dag spila með U-21 landsliðinu gegn Slóvakíu í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2009. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á Víkingsvelli í Fossvoginum. „Ég held að George Burley verði afhausaður ef þeir tapa leiknum," sagði Eggert í samtali við Vísi. „Þetta verður þó mjög erfiður leikur fyrir Skotana. Þeir hafa hreinlega ekki verið að spila vel undir stjórn Burley." Skotland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010 fyrir Makedóníu um síðustu helgi á meðan að Noregur og Ísland gerðu 2-2 jafntefli. „Fyrir Makedóníuleikinn litu þeir á þessa tvo leiki sem svo að þetta yrðu auðveld sex stig fyrir þá. Það hefur auðvitað breyst núna," sagði Eggert. Tveir félagar hans í Hearts eru í skoska landsliðshópnum. „Það væri mjög fínt að mæta á næstu æfingu ef Ísland myndi vinna á morgun. Það væri ekkert að því," sagði hann í léttum dúr. Eggert hefur áður verið valinn í A-landsliðið en Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ákvað frekar að láta hann og aðra unga leikmenn sem hafa bankað á A-landsliðsdyrnar að spila með U-21 landsliðinu. „Ég neita því ekki að ég myndi frekar kjósa að fá tækifæri með A-landsliðinu. En það eru auðvitað kostir og gallar við þetta allt. En það er víst nægur tími til að spila með A-liðinu þannig að ég er ekkert að stressa mig á þessu." Eggert er nýorðinn tvítugur og verður því áfram gjaldgengur í U-21 landsliðið í næstu keppni. Þó eru margir í liðinu sem munu spila sinn lokaleik með liðinu í dag. „Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur og við viljum sjá til þess að við klárum riðilinn með sigri. Við viljum líka að þeir sem eru að spila sinn síðasta leik kveðji með góðum úrslitum." U-21 liðið tapaði fyrir Austurríki í síðustu viku, 1-0, á útivelli en Austurríkismenn voru þá þegar búnir að tryggja sér öruggan sigur í riðlinum. „Við vorum aðeins slakari aðilinn í fyrri hálfleik og fengum á okkur mark úr horni. En við fengum samt okkar færi og það var hálffúlt að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki eiga það skilið." „En ég tel að liðið hafi tekið framförum í þessari keppni. Þetta er allt á réttri leið. Við erum með ungt lið og það eru fullt af strákum sem eiga 1-2 keppnir eftir ennþá. Ég held að þetta hafi því verið góð reynsla fyrir okkur og við tökum hana með okkur í næstu keppni." Eggert vann sér sæti í byrjunarliði Hearts á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu þá. Nú í sumar tók nýr þjálfari við liðinu og Eggert hefur spilað síðustu tvo leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Þetta er vissulega öðruvísi en svo lengi sem ég fæ að spila er mér svo sem sama. Þessi staða hefur verið til vandræða hjá okkur og hann ákvað að prófa mig þarna. Mín óskastaða er samt á miðjunni. En þessi þjálfari vill spila sóknarbolta og segir okkur að sækja fram." Hearts átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur byrjað vel í haust og unnið þrjá af fjórum leikjum. Það horfir því til betri vegar með nýjum þjálfara. „Við eigum að geta unnið næstu tvo leiki og ef við gerum það verðum við í toppbaráttu deildarinnar og munum ekkert fara þaðan. Það eru allir ánægðir hjá félaginu og stemningin er mun betri. Það skilar sér á æfingar og inn á völlinn, sem er mjög jákvætt." Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, telur að George Burley eigi sér ekki framtíð sem landsliðsþjálfari Skotlands ef hans menn tapa fyrir Íslendingum á morgun. Eggert mun í dag spila með U-21 landsliðinu gegn Slóvakíu í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2009. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á Víkingsvelli í Fossvoginum. „Ég held að George Burley verði afhausaður ef þeir tapa leiknum," sagði Eggert í samtali við Vísi. „Þetta verður þó mjög erfiður leikur fyrir Skotana. Þeir hafa hreinlega ekki verið að spila vel undir stjórn Burley." Skotland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010 fyrir Makedóníu um síðustu helgi á meðan að Noregur og Ísland gerðu 2-2 jafntefli. „Fyrir Makedóníuleikinn litu þeir á þessa tvo leiki sem svo að þetta yrðu auðveld sex stig fyrir þá. Það hefur auðvitað breyst núna," sagði Eggert. Tveir félagar hans í Hearts eru í skoska landsliðshópnum. „Það væri mjög fínt að mæta á næstu æfingu ef Ísland myndi vinna á morgun. Það væri ekkert að því," sagði hann í léttum dúr. Eggert hefur áður verið valinn í A-landsliðið en Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ákvað frekar að láta hann og aðra unga leikmenn sem hafa bankað á A-landsliðsdyrnar að spila með U-21 landsliðinu. „Ég neita því ekki að ég myndi frekar kjósa að fá tækifæri með A-landsliðinu. En það eru auðvitað kostir og gallar við þetta allt. En það er víst nægur tími til að spila með A-liðinu þannig að ég er ekkert að stressa mig á þessu." Eggert er nýorðinn tvítugur og verður því áfram gjaldgengur í U-21 landsliðið í næstu keppni. Þó eru margir í liðinu sem munu spila sinn lokaleik með liðinu í dag. „Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur og við viljum sjá til þess að við klárum riðilinn með sigri. Við viljum líka að þeir sem eru að spila sinn síðasta leik kveðji með góðum úrslitum." U-21 liðið tapaði fyrir Austurríki í síðustu viku, 1-0, á útivelli en Austurríkismenn voru þá þegar búnir að tryggja sér öruggan sigur í riðlinum. „Við vorum aðeins slakari aðilinn í fyrri hálfleik og fengum á okkur mark úr horni. En við fengum samt okkar færi og það var hálffúlt að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki eiga það skilið." „En ég tel að liðið hafi tekið framförum í þessari keppni. Þetta er allt á réttri leið. Við erum með ungt lið og það eru fullt af strákum sem eiga 1-2 keppnir eftir ennþá. Ég held að þetta hafi því verið góð reynsla fyrir okkur og við tökum hana með okkur í næstu keppni." Eggert vann sér sæti í byrjunarliði Hearts á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu þá. Nú í sumar tók nýr þjálfari við liðinu og Eggert hefur spilað síðustu tvo leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Þetta er vissulega öðruvísi en svo lengi sem ég fæ að spila er mér svo sem sama. Þessi staða hefur verið til vandræða hjá okkur og hann ákvað að prófa mig þarna. Mín óskastaða er samt á miðjunni. En þessi þjálfari vill spila sóknarbolta og segir okkur að sækja fram." Hearts átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur byrjað vel í haust og unnið þrjá af fjórum leikjum. Það horfir því til betri vegar með nýjum þjálfara. „Við eigum að geta unnið næstu tvo leiki og ef við gerum það verðum við í toppbaráttu deildarinnar og munum ekkert fara þaðan. Það eru allir ánægðir hjá félaginu og stemningin er mun betri. Það skilar sér á æfingar og inn á völlinn, sem er mjög jákvætt."
Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira