Eggert Gunnþór: Hausinn á Burley undir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. september 2008 12:34 Eggert Gunnþór Jónsson í leik með Hearst. Nordic Photos / Getty Images Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, telur að George Burley eigi sér ekki framtíð sem landsliðsþjálfari Skotlands ef hans menn tapa fyrir Íslendingum á morgun. Eggert mun í dag spila með U-21 landsliðinu gegn Slóvakíu í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2009. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á Víkingsvelli í Fossvoginum. „Ég held að George Burley verði afhausaður ef þeir tapa leiknum," sagði Eggert í samtali við Vísi. „Þetta verður þó mjög erfiður leikur fyrir Skotana. Þeir hafa hreinlega ekki verið að spila vel undir stjórn Burley." Skotland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010 fyrir Makedóníu um síðustu helgi á meðan að Noregur og Ísland gerðu 2-2 jafntefli. „Fyrir Makedóníuleikinn litu þeir á þessa tvo leiki sem svo að þetta yrðu auðveld sex stig fyrir þá. Það hefur auðvitað breyst núna," sagði Eggert. Tveir félagar hans í Hearts eru í skoska landsliðshópnum. „Það væri mjög fínt að mæta á næstu æfingu ef Ísland myndi vinna á morgun. Það væri ekkert að því," sagði hann í léttum dúr. Eggert hefur áður verið valinn í A-landsliðið en Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ákvað frekar að láta hann og aðra unga leikmenn sem hafa bankað á A-landsliðsdyrnar að spila með U-21 landsliðinu. „Ég neita því ekki að ég myndi frekar kjósa að fá tækifæri með A-landsliðinu. En það eru auðvitað kostir og gallar við þetta allt. En það er víst nægur tími til að spila með A-liðinu þannig að ég er ekkert að stressa mig á þessu." Eggert er nýorðinn tvítugur og verður því áfram gjaldgengur í U-21 landsliðið í næstu keppni. Þó eru margir í liðinu sem munu spila sinn lokaleik með liðinu í dag. „Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur og við viljum sjá til þess að við klárum riðilinn með sigri. Við viljum líka að þeir sem eru að spila sinn síðasta leik kveðji með góðum úrslitum." U-21 liðið tapaði fyrir Austurríki í síðustu viku, 1-0, á útivelli en Austurríkismenn voru þá þegar búnir að tryggja sér öruggan sigur í riðlinum. „Við vorum aðeins slakari aðilinn í fyrri hálfleik og fengum á okkur mark úr horni. En við fengum samt okkar færi og það var hálffúlt að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki eiga það skilið." „En ég tel að liðið hafi tekið framförum í þessari keppni. Þetta er allt á réttri leið. Við erum með ungt lið og það eru fullt af strákum sem eiga 1-2 keppnir eftir ennþá. Ég held að þetta hafi því verið góð reynsla fyrir okkur og við tökum hana með okkur í næstu keppni." Eggert vann sér sæti í byrjunarliði Hearts á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu þá. Nú í sumar tók nýr þjálfari við liðinu og Eggert hefur spilað síðustu tvo leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Þetta er vissulega öðruvísi en svo lengi sem ég fæ að spila er mér svo sem sama. Þessi staða hefur verið til vandræða hjá okkur og hann ákvað að prófa mig þarna. Mín óskastaða er samt á miðjunni. En þessi þjálfari vill spila sóknarbolta og segir okkur að sækja fram." Hearts átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur byrjað vel í haust og unnið þrjá af fjórum leikjum. Það horfir því til betri vegar með nýjum þjálfara. „Við eigum að geta unnið næstu tvo leiki og ef við gerum það verðum við í toppbaráttu deildarinnar og munum ekkert fara þaðan. Það eru allir ánægðir hjá félaginu og stemningin er mun betri. Það skilar sér á æfingar og inn á völlinn, sem er mjög jákvætt." Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Hearts í Skotlandi, telur að George Burley eigi sér ekki framtíð sem landsliðsþjálfari Skotlands ef hans menn tapa fyrir Íslendingum á morgun. Eggert mun í dag spila með U-21 landsliðinu gegn Slóvakíu í lokaleik liðsins í undankeppni EM 2009. Leikurinn hefst klukkan 17.00 á Víkingsvelli í Fossvoginum. „Ég held að George Burley verði afhausaður ef þeir tapa leiknum," sagði Eggert í samtali við Vísi. „Þetta verður þó mjög erfiður leikur fyrir Skotana. Þeir hafa hreinlega ekki verið að spila vel undir stjórn Burley." Skotland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2010 fyrir Makedóníu um síðustu helgi á meðan að Noregur og Ísland gerðu 2-2 jafntefli. „Fyrir Makedóníuleikinn litu þeir á þessa tvo leiki sem svo að þetta yrðu auðveld sex stig fyrir þá. Það hefur auðvitað breyst núna," sagði Eggert. Tveir félagar hans í Hearts eru í skoska landsliðshópnum. „Það væri mjög fínt að mæta á næstu æfingu ef Ísland myndi vinna á morgun. Það væri ekkert að því," sagði hann í léttum dúr. Eggert hefur áður verið valinn í A-landsliðið en Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari ákvað frekar að láta hann og aðra unga leikmenn sem hafa bankað á A-landsliðsdyrnar að spila með U-21 landsliðinu. „Ég neita því ekki að ég myndi frekar kjósa að fá tækifæri með A-landsliðinu. En það eru auðvitað kostir og gallar við þetta allt. En það er víst nægur tími til að spila með A-liðinu þannig að ég er ekkert að stressa mig á þessu." Eggert er nýorðinn tvítugur og verður því áfram gjaldgengur í U-21 landsliðið í næstu keppni. Þó eru margir í liðinu sem munu spila sinn lokaleik með liðinu í dag. „Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur og við viljum sjá til þess að við klárum riðilinn með sigri. Við viljum líka að þeir sem eru að spila sinn síðasta leik kveðji með góðum úrslitum." U-21 liðið tapaði fyrir Austurríki í síðustu viku, 1-0, á útivelli en Austurríkismenn voru þá þegar búnir að tryggja sér öruggan sigur í riðlinum. „Við vorum aðeins slakari aðilinn í fyrri hálfleik og fengum á okkur mark úr horni. En við fengum samt okkar færi og það var hálffúlt að tapa þessum leik. Mér fannst við ekki eiga það skilið." „En ég tel að liðið hafi tekið framförum í þessari keppni. Þetta er allt á réttri leið. Við erum með ungt lið og það eru fullt af strákum sem eiga 1-2 keppnir eftir ennþá. Ég held að þetta hafi því verið góð reynsla fyrir okkur og við tökum hana með okkur í næstu keppni." Eggert vann sér sæti í byrjunarliði Hearts á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu þá. Nú í sumar tók nýr þjálfari við liðinu og Eggert hefur spilað síðustu tvo leiki í stöðu hægri bakvarðar. „Þetta er vissulega öðruvísi en svo lengi sem ég fæ að spila er mér svo sem sama. Þessi staða hefur verið til vandræða hjá okkur og hann ákvað að prófa mig þarna. Mín óskastaða er samt á miðjunni. En þessi þjálfari vill spila sóknarbolta og segir okkur að sækja fram." Hearts átti erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð en hefur byrjað vel í haust og unnið þrjá af fjórum leikjum. Það horfir því til betri vegar með nýjum þjálfara. „Við eigum að geta unnið næstu tvo leiki og ef við gerum það verðum við í toppbaráttu deildarinnar og munum ekkert fara þaðan. Það eru allir ánægðir hjá félaginu og stemningin er mun betri. Það skilar sér á æfingar og inn á völlinn, sem er mjög jákvætt."
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira