Fótbolti

Heskey mátti þola kynþáttafordóma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey í leiknum í Króatíu í gær.
Emile Heskey í leiknum í Króatíu í gær. Nordic Photos / AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur sent skýrslu til Alþjóða knattspyrnusambandsins vegna þeirrar meðferðar sem Emile Heskey mátti þola í leik Króatíu og Englands í gær.

Heskey fékk að líta gula spjaldið í leiknum fyrir að brjóta á Niko Kovac en eftir það kölluðu nokkrir stuðningsmenn Króatíu apahljóð að Heskey.

„Maður verður að leyfa fólkinu sem ræður að takast á við þessi mál. Ég ætla að halda áfram að spila mína knattspyrnu," sagði Heskey.

„Þetta er fáfrótt fólk. Maður verður bara að hunsa þetta og njóta þess að spila. Leikmenn Króatíu voru ekki ánægðir með þetta heldur."

„Það er óásættanlegt fyrir hvern sem er að þola slíka kynþáttafordóma. Við munum biðja FIFA um að rannsaka þetta," sagði talsmaður enska knattspyrnusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×