Fótbolti

Grétar Rafn þögull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn íbygginn á svip í leiknum í gær.
Grétar Rafn íbygginn á svip í leiknum í gær. Mynd/Daníel

Vísir hafði samband við Grétar Rafn Steinsson vegna ummæla hans á fótbolta.net og í Morgunblaðinu í dag. Hann vildi ekkert fara nánar út í þá sálma.

„Það er ákveðinn hlutur sem þarf að laga. Ég hef verið að pirra mig á því og vill að það verði lagað. Þetta var rætt með KSÍ í morgun og verður áfram rætt," sagði hann.

„Það er aldrei hægt að fá það sama á Íslandi og erlendis. Það eru samt ákveðnir hlutir sem hægt er að laga og vonandi verður það gert í framtíðinni."

„Annars tjái ég mig ekkert um þetta við fjölmiðla."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×