Fótbolti

Bilic: England sennilega með besta lið Evrópu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slaven Bilic og Fabio Capello ræða málin eftir leik.
Slaven Bilic og Fabio Capello ræða málin eftir leik. Nordic Photos / AFP

Slaven Bilic var vitanlega afar ósáttur við tap sinna manna fyrir Englandi í gær en þeir ensku unnu 4-1 sigur á Króatíu á útivelli þar sem Theo Walcott skoraði þrennu.

„Við spiluðum litum við ágætlega út og héldum að við gætum fengið jákvæð úrslit úr þessum leik. En okkur var illa refsað í síðari hálfleik," sagði Bilic.

„Við vissum að Fabio Capello hafði tvo kosti - annað hvort Walcott eða Beckham. Það kom á daginn að Walcott var rétti kosturinn þar sem hann var sérstaklega hættulegur."

„Enska liðið sýndi að þeir eru með frábært lið, líklega það besta í Evrópu."

Capello, landsliðsþjálfari Englands, varaði hins vegar við of mikilli bjartsýni. „Fólk verður að muna að þetta var aðeins annar leikurinn í undankeppninni. Við stóðum okkur vel og náðum í góð úrslit. En þetta er bara einn sigur og ekkert meira en það. Þetta er bara byrjun."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×