Fótbolti

Burley: Besti sigurinn á ferlinum

NordicPhotos/GettyImages

George Burley, landsliðsþjálfari Skota, segir að sigurinn á Íslendingum í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gær hafi verið sá besti á ferli hans sem þjálfari.

Gríðarlegri pressu létti af Burley í kjölfar sigursins í gær, því hann var sá fyrsti í fimm leikjum hans sem landsliðsþjálfara. 1-0 tap Skota í Makedóníu í fyrsta leiknum í 9. riðli fór ekki vel í Skota og því var pressan mikil á fyrrum Southampton-stjóranum.

"Þetta var besti sigur minn til þessa á ferlinum og ég er stoltur fyrir hönd þjóðar minnar að ná í þessi stig. Ég vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur, en við héldum haus. Það þýðir ekkert fyrir mig að velta mér upp úr gagnrýni - ég hugsa bara um að ná í stig fyrir Skotland. Ég er stoltur af því að vera landsliðsþjálfari og ég held að þessi úrslit geti glatt alla," var haft eftir Burley í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×