Enski boltinn

Vörn United stefnir á félagsmet

Vörn United hefur verið beitt í vetur
Vörn United hefur verið beitt í vetur NordcPhotos/GettyImages

Sterkur sóknarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni á yfirstandandi leiktíð í ensku úrvalsdeildinni, en varnarleikur liðsins hefur ekki verið síðri. Fari svo sem horfir, setur United félagsmet yfir fæst mörk fengin á sig á tímabili frá stofnun úrvalsdeildarinnar.

United hefur aðeins fengið á sig 15 mörk það sem af er og þar af aðeins fimm á Old Trafford. Þrátt fyrir þennan góða árangur, verður að teljast ólíklegt að United nái að jafna met Chelsea yfir fæst mörk fengin á sig á leiktíð í úrvalsdeildinni - því það er 15 mörk leiktíðina 2004-2005.

Félagsmetið hjá United er þó vel innan seilingar því það er 25 mörk frá árinu 1998-99 og þegar aðeins sex leikir eru eftir, er útlit fyrir að Rio Ferdinand og félagar nái að slá það met.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×