Erlent

Stjórnarandstaðan segir Mugabe ofsækja sig

Robert Mugabe virðist vera að herð tökin á stjórnarandstæðingum í Zimbabwe.
Robert Mugabe virðist vera að herð tökin á stjórnarandstæðingum í Zimbabwe. MYND/AP

Stjórnarandstaðan í Zimbabwe segir að Mugabe forseti hafi sagt henni stríð á hendur.

Óeirðalögreglan réðist inn á skrifstofur stjórnarandstöðunnar í gærkvöldi og lagði þar hald á gögn. Jafnframt þessu hafa blaða- og fréttamenn verið handteknir í höfuðborg landsins, þar á meðal blaðamaður The New York Times.

Segja stjórnvöld að þessir blaðamenn hafi ekki haft tilskilin leyfi til að starfa í landinu. Enn er beðið eftir því að úrslit kosninganna um síðustu helgi verði gerð opinber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×