Enski boltinn

Lánaði Chimbonda 2,3 milljónir króna

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður knattspyrnumannsins Pascal Chimbonda hjá Tottenham hefur viðurkennt að hafa lánað leikmanninum á þriðju milljón króna skömmu eftir að hann gekk í raðir Tottenham. Chimbonda var handtekinn í síðustu viku vegna gruns um fjármálamisferli.

Umboðsmaðurinn vill ekki gera mikið úr þessu og segist oft hafa lánað skjólstæðingum sínum peninga áður. "Pascal var bara blankur í augnablikinu og hringdi í mig og spurði mig hvort ég gæti lánað sér 2,3 milljónir. Ég sagð honum að það væri ekkert mál. Hann kom og fékk peninginn og ég skrifaði handa honum ávísun ásamt skuldayfirlýsingu. Ég hef oft gert þetta áður og ég er hissa á því að menn haldi að svona lagað sé fjármálamisferli eða undirborðsgreiðsla - því af hverju í ósköpunum ætti ég þá að gefa það út í ávísun á mínu nafni," sagði umboðsmaðurinn Willie McKay.

"Það kemur mér mikið á óvart að svona upplýsingar leki út og ég set stórt spurningamerki við áætlanir fólksins sem segir svona frá þessu. Ég myndi hlæja að þessu ef þetta væru ekki svona alvarlegar ásakanir," bætti hann við.

Rannsóknin fræga undir stjórn Lord Stevens er nú á lokastigi og því hefur verið haldið fram að stórar handtökur gætu farið fram fljótlega vegna fjármálamisferlis í ensku knattspyrnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×